PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   mán 08. desember 2025 06:30
Auglýsingar
Frábærar fótboltabækur
Mynd: Þrír knatt
Mynd: Hólar

Okkur á Fótbolti.net er það bæði ljúft og skylt að segja frá öllu sem tengist á einhvern hátt vinsælustu íþróttagrein í heimi, knattspyrnunni. Undir þetta falla að sjálfasöðu bækur og viljum við vekja athygli á þremur þeirra, sem eru ansi magnaðar, fróðlegar og skemmtilegar.

Fyrst ber að nefna bókina KNATTSPYRNUÞRAUTIR en í henni þarf að glima við margvíslegar þrautir: þekkja leikmenn á myndum, geta fundið orð í orðasúpum, tengt saman heimsmeistara og viðkomandi þjóðfána, parað saman lið og félagsmerki þeirra og fundið það út hvaða þrír leikmenn blandast saman í einu andliti. Sittthvað fleira "bitastætt" er líka þarna að finna.

Svo er það bókin FÓTBOLTASPURNINGAR 2025 en þessi bókaflokkur hefur verið afar vinsæll allt frá því að hann göngu sína fyrir 15 árum eða svo. Þarna er spurt um allt milli himins og jarðar og lítum á nokkur dæmi:


Hvaða félag á Íslandi átti, keppnistímabilið 2025, í fyrsta skipti lið í efstu deild karla?

Hverrar þjóðar er Raphinha?

Á merki hvaða enska liðs standa þessir stafir: LUFC?

Af hverju var öllum leikjum, sem áttu að fara fram, á Ítalíu á annan í páskum 2025, frestað?

Svörin við þessum spurningum er að sjálfögðu að finna í FÓTBOLTASPURNINGUM 2035.

Svo er það bókin LAMINE YAMAL sem er um snillinginn með þessu sama nafni, leikmanninn sem setti nánast met í hvert sinn sem hann reimaði á sig fótboltaskóna! Þarna er saga hans rakin og fléttast hver stórstjarnan af annarri inn í frásögnina. 

Höfundur allra bókanna er Guðjón Ingi Eiríksson en hann hefur í gegnum tíðina skrifað margt og mikið um knattspyrnu og heldur því vonandi áfram um ókomin ár.  


Athugasemdir
banner