PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   mán 08. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Rauðu djöflarnir geta klifrað upp um sex sæti
Mynd: EPA
Wolves og Manchester United eigast við í lokaleik 15. umferðar enska úrvalsdeildartímabilsins á Molineux leikvanginum í kvöld.

Bæði lið þurfa á sigri að halda þar sem Úlfarnir eru enn án sigurs á úrvalsdeildartímabilinu og verma botnsæti deildarinnar með 2 stig eftir 14 umferðir.

Þeir þurfa að snúa hörmulegu gengi við sem fyrst vilji þeir eiga einhvern möguleika á að forðast fall.

Rauðu djöflarnir eru aftur á móti í afar þéttum pakka um miðja deild. Takist þeim að leggja botnliðið af velli í kvöld stökkva þeir upp um sex sæti.

Man Utd er í 12. sæti með 22 stig og myndi stökkva alla leið upp í 6. sæti með sigri.

Leikur kvöldsins
20:00 Wolves - Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir