KSÍ er búið að tilkynna að 15 nýir pannavellir eru tilbúnir til notkunar í ýmsum sveitarfélögum hér á landi.
Pannavellir eru litlir, átthyrndir fótboltavellir sem henta sérstaklega vel fyrir krakka sem vilja spila einn gegn einum eða tveir gegn tveimur.
Moli hefur verið duglegur við að nota pannavelli í verkefninu „Komdu í fótbolta með Mola" undanfarin ár og njóta þeir mikilla vinsælda víða um land.
Starfsfólk KSÍ og UMFÍ vann saman að því í síðustu viku að taka í sundur sendingu af pannavöllum, sem voru pantaðir af sveitar-, íþrótta- og ungmennafélögum víða um land. og skipta þeim upp í 15 einingar.
UMFÍ og KSÍ hafa nokkrum sinnum sameinast um stórar pantanir á pannavöllum í gegnum tíðina líkt og nú.
Sveitarfélagið Seltjarnarnes, Ungmennafélagið Máni á Hornafirði, Skagfirðingar og ÍA eru meðal þeirra sem festu kaup á pannavöllum sem komu í síðustu sendingu.
Athugasemdir


