Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   sun 01. október 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Markvörðurinn kominn til meðvitundar og byrjaður að tala - „Svakalegt áfall“
Etienne Vaessen, markvörður RKC Waalwijk, er kominn aftur til meðvitundar og er byrjaður að tala, en þetta sagði Frank van Mosselveld, framvkæmdastjóri félagsins, á samfélagsmiðlum Waalwijk í gær.

Óhugnanlegt atvik átti sér stað undir lok leiks Waalwijk gegn Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í gær.

Brian Brobbey, framherji Ajax, fékk boltann í teig Waalwijk, en missti hann frá sér og ætlaði að ráðast á boltann, en hæfði höfuð Vassen, sem missti meðvitund um leið.

Óttast var að markvörðurinn hefði hálsbrotnað og bjuggu leikmennirnir til skjöld fyrir framan leikmanninn, enda tók dágóðan tíma að endurlífga hann.

Vaessen komst aftur til meðvitundar áður en hann var fluttur á spítala og er byrjaður að tala.

„Hann kom aftur til meðvitundar og var fluttur á spítala. Etienne var meðvitundarlaus í dágóðan tíma, en ég verð að hrósa sjúkraliðum sem fylgdu öllum reglum og hófu endurlífgunaraðgerðir. Þetta var áfall fyrir þá sem voru þarna því fyrsta sem þú hugsar er hjartavandamál, en það virðist ekki vera málið.“

„Hann vaknaði þegar hann var fluttur af velli, en hafði ekki hugmynd um hvar hann var. Auðvitað hefur þetta samt mikil áhrif. Þetta var svakalegt áfall og virtist alvarlegt miðað við hvernig leikmenn skýldu honum,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner