Leikur RKC Waalwijk og Ajax í hollensku úrvalsdeildinni var flautaður nokkrum mínútum fyrir leikslok eftir að Etienne Vaassen, markvörður Waalwijk, varð fyrir lífshættulegum meiðslum.
Ajax var að leiða með þremur mörkum gegn tveimur er atvikið átti sér stað. Íslenski landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson var á bekknum hjá Ajax.
Brian Brobbey, framherji Ajax, var að hlaupa á eftir boltanum í teig Waalwijk og fór í Vaassen, sem missti meðvitund um leið.
Brobbey hæfði höfuð Vaassen og er óttast að hann sé hálsbrotinn og var leikurinn flautaður af stuttu síðar.
Ástand Vaassen er ekki vitað að svo stöddu, en við munum færa ykkur frekari fregnir af Vaassen þegar þær berast.
The match between RKC and Ajax has been abandoned after RKC goalkeeper Etienne Vaessen got seriously injured in the 85th minute. He had to leave the pitch on a stretcher, no further updates yet.
— All About Ajax (@AllAboutAjax) September 30, 2023
Stay strong, Etienne. ??????#Ajax | #rkcAJA pic.twitter.com/nZZkv8wi9G
Athugasemdir