Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. nóvember 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Arnór og Aron treysta á Gumma Tóta í lokaumferðinni
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferðin í Svíþjóð fer fram á morgun en þar eiga Djurgarden, Malmö og Hammarby öll möguleika á að verða sænskur meistari.

Arnór Ingvi Traustason spilar með Malmö og Aron Jóhannsson með Hammarby en bæði þessi lið eru þremur stigum á eftir toppliði Djurgarden.

Malmö og Hammarby þurfa að treysta á að Guðmundur Þórarinsson og félagar í Norrköping vinni Djurgarden á morgun. Markatala allra liðanna er svipuð og ef Djurgarden tapar gæti spennan orðið ótrúleg.

Guðmundur Þórarinsson og félagar í Norrköping eiga möguleika á að hoppa upp fyrir AIK í 4. sætinu með hagstæðum úrslitum. Guðmundur birti í gær mynd á Instagram þar sem hann sagðist vonast eftir að enda tímabilið vel.

Arnór og Aron voru ekki lengi að setja ummæli við færsluna og óska eftir sigri Norrköping eins og sjá má hér að neðan.

Staðan fyrir lokaumferðina
1. Djurgarden 65 stig (+34)
2. Malmö 62 stig (+35)
3. Hammarby 62 stig (+34)

Leikirnir sem skipta máli í toppbaráttunni
Hammarby - Hacken (6. sæti)
Norrköping (5. sæti) - Djurgarden
Örebro (9. sæti) - Malmö
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner