Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 01. desember 2021 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Grealish var nálægt því að ganga í raðir Man Utd
Jack Grealish í leik með Manchester City
Jack Grealish í leik með Manchester City
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish segist hafa verið nálægt því að ganga í raðir Manchester United á síðasta ári frá Aston Villa en viðræður sigldu í strand. Þetta kemur fram í viðtali hans í Telegraph.

Grealish var gríðarlega eftirsóttur á síðasta ári eftir að hafa gert góða hluti með Villa. Bæði Tottenham Hotspur og Manchester United voru á eftir honum og voru viðræður United við Villa komnar langt á veg.

Hann var afar nálægt því að ganga til liðs við United en á endanum hafi það ekki gengið upp. Grealish framlengdi samning sinn við Villa en ári síðar var hann keyptur til Manchester City fyrir 100 milljónir punda.

„Ég var mjög nálægt því að fara til Manchester United en á endanum varð ekkert úr því. Ég fór inn með hundinn minn og skrifaði svo undir nýjan samning við Villa," sagði Grealish.

„Við komumst að samkomulagi um klásúluna og ef eitthvað lið myndi bjóða þennan pening þá var þetta sigur fyrir alla því það þýddi að ég átti frábært tímabil og Villa myndi fá 100 milljónir punda."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner