Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 01. desember 2024 15:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Man Utd og Chelsea með sannfærandi sigra
Mynd: EPA

Manchester United vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni undir stjórn Ruben Amorim í dag.

Liðið fékk Everton í heimsókn. Marcus Rashford skoraði fyrsta markið en boltinn hafði viðkomu í Jarrad Branthwaite á leiðinni í netið. Joshua Zirkzee bætti við öðru markinu fyrir lok fyrri hálfleiks en Bruno Fernandes lagði upp bæði mörkin.


Rashford og Zirkzee bættu við einu marki hvor í seinni hálfleik en í þetta skiptið sá Amad Diallo um að leggja upp mörkin en ungi vængmaðurinn átti frábæran leik.

Mjög sannfærandi sigur hjá lærisveinum Amorim en liðið er nú þremur stigum frá Evrópusæti.

Chelsea lagði Aston Villa af velli og jafnaði Arsenal að stigum í 2. sæti deildarinnar. Þá tókst Tottenham ekki að fylgja eftir frábærum sigri á Man City í síðustu umferð. Liðið gerði jafntefli gegn Fulham í dag.

Tom Cairney kom inn á sem varamaður hjá Fulham og tryggði liðinu stig en var síðan rekinn af velli með rautt spjald.

Chelsea 3 - 0 Aston Villa
1-0 Nicolas Jackson ('7 )
2-0 Enzo Fernandez ('36 )
3-0 Cole Palmer ('83 )

Manchester Utd 4 - 0 Everton
1-0 Marcus Rashford ('34 )
2-0 Joshua Zirkzee ('41 )
3-0 Marcus Rashford ('46 )
4-0 Joshua Zirkzee ('64 )

Tottenham 1 - 1 Fulham
1-0 Brennan Johnson ('54 )
1-1 Tom Cairney ('67 )
Rautt spjald: Tom Cairney, Fulham ('83)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner