Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 09:56
Elvar Geir Magnússon
Heimild: VG 
Freysi fúll yfir því að lykilmaður hverfur á braut - „Skil þetta ekki alveg“
Freyr Alexandersson á fréttamannafundi.
Freyr Alexandersson á fréttamannafundi.
Mynd: EPA
Emil Kornvig.
Emil Kornvig.
Mynd: EPA
Brann, liðið sem Freyr Alexandersson stýrir, gerði 3-3 jafntefli gegn Midtjylland í stórskemmtilegum Evrópudeildarleik í gær. Eftir leik fór Emil Kornvig, sóknarmiðjumaður Brann, að stuðningsmönnum og þakkaði fyrir sig.

Kornvig er lykilmaður hjá Brann en er á leið til Widzew Lodz sem er í fallbaráttunni í Póllandi. Sagt er að kaupverðið sé um 380 milljónir íslenskra króna.

Freyr sagði við norska fjölmiðla að hann hafi reynt mjög mikið að halda danska leikmanninum hjá félaginu.

„Á þessu augnabliki vil ég að einbeitingin sé á að þakka góðum liðsmanni fyrir. Ég skil þetta ekki alveg en ég óska honum alls hins besta," sagði Freyr við VG. Hann segist ekki sammála þessari ákvörðun, hvorki af hendi leikmannsins né félagsins.

Kornvig sjálfur hefur ekki farið leynt með að fjárhagslegar ástæður séu hluti af ákvörðun sinni, hann fái góðan launapakka í Póllandi.

Brann er í 22. sæti fyrir lokaumferðina í Evrópudeildinni sem spiluð verður í næstu viku. Liðin í sætum 9-24 komast í umspil um að komast í 16-liða úrslit. Brann heimsækir Sturm Graz til Austurríkis næsta fimmtudagskvöld.

Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson eru leikmenn Brann en eru báðir á meiðslalistanum og horfðu á leikinn úr stúkunni í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner