Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
Scholz um Mikael Anderson: Getur spilað í stóru deildunum
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson.
Mynd: Getty Images
Alexander Scholz, varnarmaður dönsku meistaranna í FC Midtjylland, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardaginn. Scholz ræddi þar meðal annars um liðsfélaga sinn Mikael Neville Anderson

„Hann er mjög beinskeyttur, bæði sem leikmaður og persóna. Hann veit hvað hann vill og hvað hann vill ekki," sagði Scholz um Mikael Neville.

„Þegar ég kom til félagsins var hann búinn að vera á láni undanfarin tvö tímabil en hann lét til sín taka með líkamlegum burðum og skoraði mikilvæg mörk sem tryggðu okkur deildarmeistaratitilinn og sæti í Meistaradeildinni."

„Hann hefur mikla hæfileika og ég held að hann geti spilað í stórum deildum miðað við líkamlega burði sína. Midtjylland hefur bætt sig mikið. Þegar hann kom voru fáir að berjast um hans stöðu en núna hefur hann verið inn og út úr liðinu. Ég veit að félagið treystir á hann og ég geri það líka."

„Ég kann vel við hann persónulega. Ég kann að meta að hafa Íslendinga hjá félaginu því að þeir geta komið með nammi til mín þegar þeir koma úr landsliðsferðum,"
sagði Scholz léttur í bragði.

Mikael hefur verið í A-landsliðshópnum af og til undanfarin ár en hann var ekki valinn í hópinn í nóvember. Hann gaf hins vegar ekki kost á sér í leiki með U21 landsliðinu þá. Mikael ákvað frekar að spila með Midtyjlland í danska bikarnum.

„Hann var að berjast um að spila leiki í Meistaradeildinni. Hann hafði verið inn og út úr liðinu og var að koma til baka eftir meiðsli. Mér fannst hann taka rétta ákvörðun. Ég veit að þetta var ekki vinsæl ákvörðun. Honum finnst stórt að spila með íslenska landsliðinu og það er ekkert vandamál þar," sagði Scholz.

Hér að neðan má hlusta viðtalið í heild sinni en það byrjar eftir 77 mínútur.
Útvarpsþátturinn - Ótímabær Lengjuspá og Alexander Scholz
Athugasemdir
banner
banner
banner