Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   lau 02. nóvember 2024 12:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta að passa upp á White
Mynd: Getty Images
Thomas Partey, William Saliba, Gabriel og Jurrien Timber eru í varnarlínu Arsenal gegn Newcastle í leiknum sem var að byrja í ensku úrvalsdeildinni.

Gabriel nær að spila eftir meiðsli og Saliba snýr til baka eftir leikbann. Ben White spilaði um síðustu helgi gegn Liverpool en byrjar á bekknum í dag. Hvorki Gabriel né White voru með Arsenal gegn Preston í miðri viku.

„Gabriel náði æfingunni í gær, hann var í lagi og þess vegna spilar hann. Willy er til baka eftir meiðsli. Ben náði ekki alveg að koma til baka í tæka tíð, tók bara hálfa æfingu í gær. Þetta er í þriðja skiptið sem hann meiðist svona svo við verðum að passa hann," sagði Mikel Arteta í viðtali fyrir leikinn.

White, Saliba, Gabriel og Timber er fjögurra manna varnarlínan sem hóf tímabilið. Þeir Jakub Kiwior, Riccardo Calafiori og Thomas Partey hafa svo leyst af í öftustu línu.
Athugasemdir
banner
banner
banner