mán 03. maí 2021 09:30
Victor Pálsson
Solskjær: Pogba veit hvað mér finnst
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vonast til að halda bæði Edinson Cavani og Paul Pogba í sumar.

Báðir leikmennirnir eru orðaðir við brottför þessa dagana og þá sérstaklega Cavani sem er sagður vilja fara aftur til Suður-Ameríku.

Solskjær vill halda leikmönnunum á næstu leiktíð en veit að spilamennska liðsins mun spila þar inn í. Liðið hefur verið á góðu róli síðustu vikur undir stjórn Norðmannsins.

Man Utd átti að spila við Liverpool í deildinni í dag en þeim leik var frestað eftir að stuðningsmenn Man Utd brutust inn á Old Trafford í mótmælaskyni.

„Paul veit hvað mér finnst um hann og að ég vil að hann verði hér áfram," sagði Solskjær.

„Þetta snýst um að skapa umhverfi þar sem við náum sem lengst og lið sem getur barist um titla."

„Hann og Edinson eru sigurvegarar en einnig manneskjur. Það er mikilvægt að þeir njóti þess að koma og spila fyrir liðið."

„Ef við getum spilað eins gegn Roma gegn Liverpoool og þeir finna fyrir bætingunni þá gefur það okkur meiri möguleika á að halda þeim."
Athugasemdir
banner
banner