Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 03. júlí 2022 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Elín Metta laus við meiðsli: Er tilbúin að hjálpa landsliðinu
Icelandair
Elín Metta á æfingu í dag.
Elín Metta á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Æfingin var mjög skemmtileg. Við sóknarmennirnir fengum að skjóta mikið,” segir Elín Metta Jensen, sóknarmaður landsliðsins.

Hún ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu liðsins í Fürth í Þýskalandi í dag, en þar er liðið í undirbúningi fyrir EM.

„Þessir dagar hafa verið frábærir. Við erum búnar að æfa við toppaðstæður. Við erum kannski enn að venjast hitanum hérna úti, en þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Það er geggjað að vera í landsliðshópnum, þvílík gæði og gaman að vera í þessum tempói.”

Elín var allan tímann á bekknum í vináttulandsleiknum gegn Póllandi á dögunum. Var ekki svekkandi að fá ekki að koma inn á?

„Jú, en ég byrjaði að æfa svolítið seint eftir meiðslin um daginn. Maður tekur bara því hlutverki sem maður fær þegar maður er komin inn í þennan hóp. Það er þjálfarinn sem velur og ég skil það alveg.”

Er hún orðin alveg góð af þessum meiðslum? „Ég fékk hné í nára og það blæddi svolítið inn á vöðvana. Þess vegna var ég frekar stíf í langan tíma, en þetta er orðið gott núna og ég er tilbúin að hjálpa landsliðinu.”

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Elín um tímabilið hjá Val og stórmótið sem er framundan.
Athugasemdir