Fiorentina hefur lagt fram tilboð í íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson.
Ítalski Gianluca Di Marzio segir að Fiorentina hafi boðið 5 milljónir evra til að fá hann á láni og muni borga 20 milljónir evra til að festa kaup á honum.
Genoa vill fá hærri upphæð en þessar 5 milljónir en viðræðurnar munu halda áfram.
Albert var frábær í ítölsku deildinni á síðustu leiktíð en hann skoraði 14 mörk í 35 leikjum og lagði upp fjögur.
Athugasemdir