Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   fim 03. nóvember 2022 15:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brighton fær ungan Argentínumann í janúar
Brighton hefur náð samkomulagi við Club Atletico Rosario um að Facundo Buonanotte gangi í raðir félagsins í janúar.

Buonanotte er sautján ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Roberto De Zerbi fær til félagsins eftir að hann tók við sem stjóri í september.

Brighton þarf reyndar að bíða eftir því hvort Buonanotte fái atvinnuleyfi á Englandi áður en hægt er að staðfesta skiptin.

Argentínumaðurinn spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í febrúar og var valinn í U20 landsliðið þremur mánuðum síðar.

Brighton hefur vitað af honum í talsvrðan tíma og fylgst með honum. „Við erum hæstánægðir með að hafa náð samkomulagi við Rosario og erum spenntir að taka á móti Facundo í janúar," segir David Weir, tæknilegur ráðgjafi Brighton.
Athugasemdir
banner