Klukkan 17:45 hefst viðureign Real Sociedad og Manchester United í E-riðli Evrópudeildarinnar. Liðin berjast um toppsæti riðilsins, Sociedad er með þriggja stiga forskot fyrir leikinn og vann fyrri leik liðanna með einu marki. Því þarf United að vinna með tveimur mörkum í kvöld til að enda í efsta sæti riðilsins.
Í liði Real Sociead má sjá nöfn á borð við Alexander Sörloth og Mikel Merino. Asier Illarramendi er svo á bekknum.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, gerirþrjár breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn West Ham á sunnudag. Victor Lindelöf, Alejandro Garnacho og Donny van de Beek koma inn í liðið fyrir þá Harry Maguire, Marcus Rashford og Anthony Elanga sem taka sér allir sæti á bekknum.
Real Sociedad: Remiro, Gorosabel, Le Normand, Pacheco, Rico, Marin, Zubimendi, Merino, Mendez, Sörloth, Carlos Fernandez
Man Utd: De Gea; Dalot, Lindelof, Martinez, Shaw; Casemiro, Eriksen; Fernandes, Van de Beek, Garnacho; Ronaldo
Á sama tíma fer fram viðureign Midtjylland og Sturm Graz í F-riðli. Elías Rafn Ólafsson er á varamannabekknum hjá Midtjylland.
Athugasemdir