Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 03. nóvember 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sinisterra ekki með í síðustu leikjum Leeds fyrir HM hlé
Luis Sinisterra, vængmaður Leeds United, mun ekki spila þá þrjá leiki sem Leeds á eftir fram að HM hléi.

Þessi 23 ára leikmaður missti af 2-1 sigrinum gegn Liverpool vegna meiðslanna og verður frá næstu vikurnar.

„Meiðsli Luis á fæti eru verri en við héldum upphaflega. Hann mun ekki spila aftur fyrr en eftir HM hléið," segir Jesse Marsch, stjóri Leeds.

Sinisterra er kólumbískur landsliðsmaður sem kom frá Feyenoord í sumar. Kólumbía komst ekki á HM í Katar.

Sinisterra hefur spilað níu úrvalsdeildarleiki til þessa, skorað tvö mörk og byrjað síðustu sex leiki þar sem hann hefur verið leikfær.

Leeds fær Bournemouth í heimsókn á laugardag, leikur svo deildabikarleik gegn Wolves og mætir Tottenham þann 12. nóvember.

Leeds er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir