Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   sun 03. desember 2023 17:20
Brynjar Ingi Erluson
Guðdómlegt fyrsta mark Mac Allister fyrir Liverpool
Alexis Mac Allister
Alexis Mac Allister
Mynd: Getty Images
Alexis Mac Allister skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í 4-3 sigri liðsins á Fulham á Anfield í dag og er hann búinn að setja nafn sitt í hattinn um flottasta mark tímabilsins.

Mac Allister fékk boltann um það bil 30 metrum frá marki, setti á hann frímerki og sendi hann síðan rakleiðis upp í samskeytin hægra megin.

Fyrsta mark hans fyrir félagið og ógleymanlegt í raun. Liverpool skoraði fjögur falleg mörk í leiknum. Trent Alexander-Arnold átti frábæra aukaspyrnu í slá og inn, auk þess sem Wataru Endo gerði eitt rétt fyrir utan teig. Alexander-Arnold gerði síðan sigurmarkið með flottu skoti úr teignum undir lok leiks.

Hægt er að sjá aukaspyrnuna og glæsilegt mark Mac Allister í spilaranum hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner