Arsenal hefur fundað með Watkins - Cucurella vill fara frá Chelsea - Ratcliffe heldur áfram að reyna að kaupa Man Utd
banner
   sun 04. júní 2023 09:20
Brynjar Ingi Erluson
Gündogan ekki búinn að taka ákvörðun varðandi framtíðina - „Við erum nánir vinir“
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vonast til að halda Ilkay Gündogan áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

Gündogan, sem elskar að koma sér í gírinn undir lok tímabils, skoraði bæði mörk Man City í úrslitum enska bikarsins á Wembley í gær er liðið vann Manchester United, 2-1.

Samningur hans við Man City rennur út um mánaðamótin en spænskir miðlar segja hann á leið til Barcelona eftir tímabilið. Pep Guardiola vonar þó að hann verði áfram.

„Hann veit hvað mér finnst. Einhverjir ykkar vita það líka. Við erum nágrannar og höfum búið á sömu hæð í mörg ár þannig hann er náinn vinur minn. Txiki [yfirmaður fótboltamála hjá Man City] er að vinna í þessu. Fótboltinn sem hann spilar er óaðfinnanlegur og vonandi getum við gengið frá þessu,“ sagði Guardiola.

Gündogan talaði við BBC eftir leikinn og sagði að það væri ekkert ákveðið varðandi framtíðina.

„Ég þarf ekki þessa daga til að finnast vera sérstakur og til mikils metinn, svona ef ég á að vera hreinskilinn. Þess vegna hef ég verið hérna í sjö ár, í gegnum hæðir og lægðir. Það er ekki búið að ákveða neitt,“ sagði Gündogan.
Athugasemdir
banner