Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 04. september 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grealish mun fá kaldar kveðjur frá Írum
Mynd: Getty Images

Jack Grealish, leikmaður Man City og enska landsliðsins, mun fá kaldar kveðjur frá stuðningsmönnum írska landsliðsins segir Callum Robinson framherji írska landsliðsins.


England heimsækir Íra á laugardaginn í Þjóðadeildinni en þetta er í fyrsta sinn sem Grealish mætir á heimavöll írska liðsins eftir að hann tók þá ákvörðun að spila fyrir England en hann lék áður með unglingalandsliðum Írlands.

„Ég veit ekki fyrir hverskonar aðkasti hann verður fyrir en hann má búast við því. Ég verð hissa ef það gerist ekki því það er baulað á hann hvert sem hann fer, meira að segja á Englandi. Hann verður tilbúinn í þetta," sagði Robinson.

„Þetta er hluti af þessu, hann er nógu gamall og reyndur að hann veit við hverju hann má búast."

Þessi leikur verður fyrsti leikur Írlands undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner