Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
banner
   lau 04. október 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tómas Óli færður upp í aðallið AGF
Mynd: AGF
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Óli Kristjánsson hefur verið að gera frábæra hluti með U19 liði AGF í Árósum og er búið að færa hann upp í aðalliðið.

Tómas Óli er aðeins 17 ára gamall og greinir bold í Danmörku frá því að hann sé byrjaður að æfa með aðalliðinu.

AGF er eitt sterkasta lið danska boltans um þessar mundir og trónir á toppi efstu deildar þar í landi með tveggja stiga forystu á FC Midtjylland eftir tíu umferðir.

Tómas flutti til Árósa fyrir einu og hálfu ári síðan og hefur verið lykilmaður í U17 og U19 liðunum.

Carsten Jensen, yfirmaður fótboltamála hjá AGF, tjáði sig um Tómas.

„Tómas hefur bætt sig stórkostlega sem leikmaður síðan hann kom hingað fyrst. Hann er fullkomið dæmi um frábæran uppalinn leikmann, við erum með frábært þjálfarateymi í akademíunni.," sagði Jensen.

„Hann er sérstaklega góður tæknilega og í því að taka menn á, auk þess að vera snöggur og með mjög góðan skotfót. Hann er með mjög sterkt hugarfar sem einkennist af miklum metnaði bæði í leikjum og á æfingum. Okkur hlakkar til að sjá hann spila með aðalliðinu, hann er að verða tilbúinn til að taka skrefið."

Tómas er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur verið lykilmaður upp yngri landslið Íslands, þar sem hann á 9 mörk í 22 leikjum. Hann spilar með U19 landsliðinu þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall.

Hann skoraði tvennu í 4-2 tapleik AGF gegn Bröndby í U19 flokki um síðustu helgi.
Athugasemdir