Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   fös 04. nóvember 2022 14:22
Elvar Geir Magnússon
Chilwell á leið í myndatöku - Tíðinda að vænta á morgun
Mynd: EPA
Óvíst er með þátttöku Ben Chilwell, varnarmanns Chelsea, á HM í Katar.

Enski landsliðsmaðurinn meiddist aftan í læri í sigri Chelsea gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í vikunni.

„Hann fer í myndatöku seinna í dag og þá komumst við að því hver staðan er. Það er von á tilkynningu á morgun," segir Graham Potter, stjóri Chelsea.

„Honum líður ágætlega en er meðvitaður um meiðslin. Það þarf að leyfa bólgunum að minnka, þær gerðu það að verkum að það þurfti að bíða með myndatöku."

Chilwell er 25 ára og hefur leikið 17 landsleiki fyrir England.

Á fréttamannafundi í dag greindi Potter frá því að markvörðurinn Kepa Arrizabalaga spilar væntanlega ekki meira fram að HM hléinu. Króatíski miðjumaðurinn Mateo Kovacic æfði í morgun og gæti spilað gegn Arsenal á sunnudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 1 1 0 0 4 0 +4 3
2 Sunderland 1 1 0 0 3 0 +3 3
3 Tottenham 1 1 0 0 3 0 +3 3
4 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
5 Nott. Forest 1 1 0 0 3 1 +2 3
6 Arsenal 1 1 0 0 1 0 +1 3
7 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
8 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
9 Aston Villa 1 0 1 0 0 0 0 1
10 Chelsea 1 0 1 0 0 0 0 1
11 Crystal Palace 1 0 1 0 0 0 0 1
12 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
13 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Man Utd 1 0 0 1 0 1 -1 0
16 Bournemouth 1 0 0 1 2 4 -2 0
17 Brentford 1 0 0 1 1 3 -2 0
18 Burnley 1 0 0 1 0 3 -3 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 1 0 0 1 0 3 -3 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 1 0 0 1 0 4 -4 0
Athugasemdir
banner