Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 05. mars 2020 18:10
Elvar Geir Magnússon
Forseti UEFA: Best fyrir alla ef enski deildabikarinn verður lagður af
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að það sé best fyrir alla ef enski deildabikarinn verður lagður niður.

Hann var í viðtali við The Times þar sem hann var spurður út í umræðu um of mikið leikjaálag fyrir bestu lið Englands.

Deildabikarinn hefur verið haldinn síðan 1960 en Ceferin telur rétt að hann verði lagður niður. Manchester City vann keppnina í þriðja sinn í röð síðasta sunnudag þegar liðið lagði Aston Villa 2-1 í úrslitaleik

„Frakkar eru hættir með deildabikarinn hjá sér. Það eru bara Englendingar sem eru eftir. Ég held að allir viti að það væri best fyrir alla ef þessi keppni yrði lögð af," segir Ceferin.

„Englendingar eru íhaldssamir og eru hrifnir af hlutum sem hafa verið lengi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner