Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 05. maí 2021 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City níunda enska félagið til að komast í úrslitaleikinn
Mynd: EPA
Manchester City er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið vann 2-0 sigur á PSG í gærkvöldi og var það Riyad Mahrez sem skoraði bæði mörkin.

City hafði áður komist í undanúrslit keppninnar en aldrei tekið síðasta skrefið. Liðið vann einvígið 4-1 samanlagt eftir að hafa unnið fyrri leikinn í París 2-1 fyrir viku síðan.

City er níunda enska félagið sem nær að koma liði sínu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eða gömlu Evrópukeppninnar.

Hin félögin eru Arsenal, Aston Villa, Chelsea, Liverpool, Leeds United, Manchester United, Nottingham Forest og Tottenham Hotspur.

Liverpool hefur unnið keppnina sex sinnum og Man Utd hefur unnið hana þrisvar sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner