Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Breiðabliks og KR: Lærifaðirinn mætir lærisveininum
Halldór Árnason og Óskar Hrafn unnu lengi saman, en í kvöld eru þeir andstæðingar
Halldór Árnason og Óskar Hrafn unnu lengi saman, en í kvöld eru þeir andstæðingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson er ekki með KR.
Aron Sigurðarson er ekki með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir stórleik Breiðabliks og KR í sem fer fram í Bestu deild karla í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19:15.

Íslandsmeistarar Blika gera tvær breytingar á liði sínu frá 0-1 sigrinum gegn Vestra á dögunum. Ágúst Orri Þorsteinsson og Andri Rafn Yeoman koma inn fyrir Arnór Gauta Jónsson og Aron Bjarnason. Þeir eru báðir á bekknum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson snýr aftur á Kópavogsvöll í kvöld og hann gerir tvær breytingar á liði sínu frá 5-0 sigrinum gegn ÍA. Aron Sigurðarson er ekki með og kemur Ástbjörn Þórðarson inn fyrir hann. Róbert Elís Hlynsson byrjar þá í stað Hjalta Sigurðssonar sem fer á bekkinn. Það er mikið högg fyrir KR að missa Aron en hann er meiddur.

Ungstirnin Alexander Rafn Pálmason og Sigurður Breki Kárason eru ekki með KR í þessum leik þar sem þeir eru í verkefni með U16 landsliðinu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 KR

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Tobias Thomsen

Byrjunarlið KR:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson (f)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
16. Matthias Præst
17. Luke Rae
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Ástbjörn Þórðarson
27. Róbert Elís Hlynsson
29. Aron Þórður Albertsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 5 3 1 1 10 - 4 +6 10
2.    Vestri 5 3 1 1 6 - 2 +4 10
3.    Breiðablik 5 3 1 1 10 - 8 +2 10
4.    KR 5 1 4 0 15 - 10 +5 7
5.    ÍBV 5 2 1 2 6 - 7 -1 7
6.    Afturelding 5 2 1 2 4 - 5 -1 7
7.    Fram 5 2 0 3 10 - 9 +1 6
8.    Valur 5 1 3 1 8 - 9 -1 6
9.    Stjarnan 5 2 0 3 7 - 10 -3 6
10.    ÍA 5 2 0 3 5 - 9 -4 6
11.    FH 5 1 1 3 8 - 8 0 4
12.    KA 5 1 1 3 6 - 14 -8 4
Athugasemdir
banner