Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Guðmundur Tyrfingsson með fjögur mörk
Guðmundur er bráðefnilegur.
Guðmundur er bráðefnilegur.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fótboltasumarið hér á Íslandi er hafið. Í kvöld voru á dagskrá þrír leikir í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla, en tveir þeirra eru búnir.

Selfyssingar, sem þykja líklegir til afreka í 2. deild í sumar, áttu ekki í miklum vandræðum með Snæfell, sem leikur í 4. deild. Guðmundur Tyrfingsson, strákur fæddur 2003, fór svo sannarlega á kostum. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í 5-0 sigri, þar af komu tvö úr vítaspyrnum seint í leiknum.

Guðmundur spilaði stórt hlutverk í liði Selfoss á síðasta tímabili og það hlutverk kemur til með að stækka enn frekar á þessari leiktíð. Hann var alla vega í miklu stuði í kvöld.

Selfoss mætir annað hvort Hvíta riddaranum eða KFS í næstu umferð bikarsins.

ÍR úr 2. deild er einnig komið áfram eftir 3-1 sigur gegn Knattspyrnufélagi Ásvalla úr 4. deild. ÍR-ingar mæta Skallagrími eða Ými í næstu umferð.

Núna stendur yfir leikur Njarðvíkur og Smárans í Fagralundi.

Uppfært 22:29: Á vef KSÍ er þriðja mark Selfyssinga skráð sem sjálfsmark.

Selfoss 5 - 0 Snæfell
1-0 Guðmundur Tyrfingsson ('21)
2-0 Guðmundur Tyrfingsson ('45)
3-0 Sjálfsmark ('48)
4-0 Guðmundur Tyrfingsson ('80, víti)
5-0 Guðmundur Tyrfingsson ('86, víti)

ÍR 3 - 1 KÁ
1-0 Gunnar Óli Björgvinsson ('13)
2-0 Axel Kári Vignisson ('25)
2-1 Aron Hólm Júlíusson ('77)
3-1 Ísak Óli Helgason ('90)
Rautt spjald: Sindri Örn Steinarsson, KÁ ('26)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner