Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 05. júlí 2022 11:25
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 11. umferð - Tókst loks að skora í 245. leiknum
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkings, hefur alls ekki verið þekktur fyrir markaskorun en hann skoraði í 3-0 sigri Víkings gegn KR á föstudagskvöldið.

„Halldór Smári var virkilega öflugur varnarlega þegar mest á reyndi í kvöld og var traustur og varðist gríðarlega vel ásamt því skoraði Halldór Smári þriðja mark Víkinga með góðu skoti úr teignum eftir hornspyrnu," skrifaði Anton Freyr Jónsson sem valdi Halldór mann leiksins.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 11. umferðar

Hann er nú valinn leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar. Markið sem hann skoraði var hans fyrsta á Íslandsmótinu í fótbolta, í 245 leikjum samtals.

,Mér líður bara frábærlega. Ég held að þetta gerist ekki mikið betra fyrir okkur Víkinga að koma á KR-völl, vinna 3-0, halda hreinu og setja hann. Það er náttúrulega bara unreal í rauninni," sagði Halldór Smári eftir fyrsta deildarmark sitt en viðtalið má sjá í heild hér að neðan.

Halldór Smári verður í eldlínunni með Víkingum gegn Malmö í Svíþjóð í dag, í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Leikmenn umferðarinnar:
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Halldór Smári: Búið að vera svona síðan við vorum allir reknir útaf
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner