Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 05. ágúst 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Kane fer frá Tottenham ef liðið vinnur ekki bikar"
Harry Kane er einn besti framherji heims en þarf bikar í safnið
Harry Kane er einn besti framherji heims en þarf bikar í safnið
Mynd: Getty Images
Jamie O'Hara, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur, segir að Harry Kane eigi eftir að yfirgefa félagið á næsta ári ef liðinu tekst ekki að vinna bikar.

Kane er 27 ára gamall og talinn einn besti framherji heims um þessar mundir en hann hefur þó ekki enn unnið bikar með liðinu.

Jose Mourinho tók við Tottenham á síðasta ári og mun Kane gefa honum tólf mánuði til að ná í bikar, annars mun hann yfirgefa félagið.

„Hann er 27 ára gamall og ef hann vinnur ekkert á næsta tímabili þá verður hann að fara. Tottenham þarf að vinna bikar á næsta tímabili," sagði O'Hara.

„Deildabikarinn? Nei, það er ekki nóg. Ef hann vinnur FA-bikarinn og liðið endar meðal fjögurra efstu þá verður Kane áfram."

„Ef liðið verður meðal fjögurra efstu á næsta tímabili en vinnur engan bikar, þá er tími fyrir Kane að fara annað,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner