
Alex Morgan, sem vann HM tvisvar með Bandaríkjunum auk þess að vinna Ólympíugull, hefur tilkynnt að hún hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Morgan er 35 ára og tilkynnti um leið að hún sé ólétt af sínu öðru barni.
Morgan er 35 ára og tilkynnti um leið að hún sé ólétt af sínu öðru barni.
Morgan varð ein frægasta fótboltakona heims og spilar sinn síðasta fótboltaleik á sunnudag, þegar lið hennar San Diego Wave leikur gegn North Carolina Courage.
Hún segist hafa fundið það í hjarta sínu í upphafi árs að þetta yrði hennar síðasta tímabil í boltanum.
Thank you???? pic.twitter.com/8BkofVOh3s
— Alex Morgan (@alexmorgan13) September 5, 2024
Athugasemdir