Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. október 2022 23:52
Fótbolti.net
Sterkasta lið 23. umferðar - Dagur Dan í sjötta sinn
Eiður Aron er í hjarta varnarinnar.
Eiður Aron er í hjarta varnarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson er valinn í sjötta sinn.
Dagur Dan Þórhallsson er valinn í sjötta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jannik Pohl.
Jannik Pohl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
23. umferð Bestu deildarinnar, fyrsta umferðin eftir tvískiptingu, er að baki. Hér má sjá úrvalslið umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

Þjálfari umferðarinnar er Óskar Hrafn Þorvaldsson í Breiðabliki eftir öruggan 3-0 sigur gegn Stjörnunni. Blikar eru farnir að finna sterka lykt af Íslandsmeistaratitlinum.

Gísli Eyjólfsson og Dagur Dan Þórhallsson skoruðu fyrir Blika í leiknum og eru í úrvalsliðinu.



Danijel Djuric kom inn af bekknum, skoraði tvö mörk og var einn aðal lykillinn af því að Víkingur vann 3-2 endurkomusigur gegn Val eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Úrslitin gerðu það að verkum að Evrópusæti KA var innsiglað. KA vann um helgina 1-0 sigur gegn KR. Kristijan Jajalo, Þorri Mar Þórisson og Ívar Örn Árnason eru allir í liði umferðarinnar.

Í neðri hlutanum vann ÍBV gríðarlega mikilvægan sigur gegn FH í fallbaráttuslag. Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV skoraði sigurmarkið og er í úrvalsliðinu. Telmo Castanheira skoraði frábært fyrsta mark leiksins.

Jannik Pohl skoraði tvö mörk fyrir Fram sem vann Leikni í fjórða sinn í sumar. Fred er einnig í úrvalsliðinu. Þá er Joey Gibbs í Keflavík í fyrsta sinn í liðinu á þessu tímabili en hann skoraði fallegt aukaspyrnumark sem tryggði sigur gegn ÍA.

Sjá einnig:
Lið 22. umferðar
Lið 21. umferðar
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner