Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   þri 03. maí 2022 11:22
Fótbolti.net
Sterkasta lið 3. umferðar - Ísak kominn í áskrift
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið í úrvalsliðinu allar þrjár umferðirnar.
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið í úrvalsliðinu allar þrjár umferðirnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis.
Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Adolf Daði Birgisson er í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð.
Adolf Daði Birgisson er í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deildinni. Þriðja umferðin var stórskemmtileg, nóg af mörkum og stuði og það sést á sókndjörfu úrvalsliði.

Nóg af sóknarleikmönnum og nóg af bakvörðum!

Ísak Snær Þorvaldsson byrjar nýtt tímabil á flugi en hann skoraði tvívegis fyrir Breiðablik í 3-0 sigri gegn FH. Ísak er í úrvalsliði umferðarinnar í öllum þremur umferðunum til þessa! Hann er ekki eini Blikinn í úrvalsliðinu að þessu sinni því þar er einnig Davíð Ingvarsson.Viktor Freyr Sigurðsson, ungur markvörður Leiknis, stendur í rammanum í úrvalsliðinu en hann stóð sig afskaplega vel í 1-1 jafntefli gegn ÍBV á Hásteinsvelli.

Leikur Víkings og Stjörnunnar var heimsklassa skemmtun. Stjarnan vann 5-4 sigur á heimavelli hamingjunnar. Maður leiksins var Emil Atlason sem skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild og var stórkostlegur. Auk hans eru Óli Valur Ómarsson og Adolf Daði Birgisson í úrvalsliðinu og þjálfarinn Ágúst Gylfason er þjálfari umferðarinnar.

„Ég á von á fjörugum leik þar sem sótt verður á báða bóga. Ég held að þessi leikur verði Bestu deildinni til sóma og verði mjög líklega einn af bestu leikjum deildarinnar," sagði Ágúst fyrir leikinn og reyndist sannspár.

Kristall Máni Ingason skoraði þrennu fyrir Víking, sérstök tilfinning að skora þrennu í tapleik. Kristall er í úrvalsliðinu.

KA vann dramatískan endurkomusigur gegn Keflavík þar sem tvö mörk komu í blálokin. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði tvívegis og var valinn maður leiksins. Þá er Guðmundur Magnússon í úrvalsliðinu en hann skoraði mark Fram í 1-1 jafntefli gegn ÍA.

Sjá fyrri úrvalslið:
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Innkastið - Stórfengleg skemmtun og skrópað í viðtöl
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner