
Búið er að opinbera byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta er síðasti leikur kvennalandsliðsins á árinu.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir fimm breytingar á liði sínu frá sigurleiknum gegn Wales síðasta föstudagskvöld.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir fimm breytingar á liði sínu frá sigurleiknum gegn Wales síðasta föstudagskvöld.
Lestu um leikinn: Danmörk 0 - 1 Ísland
Fanney Inga Birkisdóttir Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Diljá Ýr Zomers koma inn í byrjunarliðið fyrir Telmu Ívarsdóttur, Ingibjörgu Sigurðardóttur, Hildi Antonsdóttur, Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur og Söndru Maríu Jessen.
Markvörðurinn Fanney Inga leikur sinn fyrsta landsleik í kvöld en hún er bara 18 ára gömul.

Leikurinn hefst 18:30 og er í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir