Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 18. maí 2024 13:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikar kvenna: Sandra María lagði upp bæði mörkin í sigri Þórs/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll 1 - 2 Þór/KA
1-0 Jordyn Rhodes ('30 )
1-1 Karen María Sigurgeirsdóttir ('35 )
1-2 Hulda Ósk Jónsdóttir ('45 )
Lestu um leikinn


Þór/KA er fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins eftir sigur á Tindastóli á Dalvíkurvelli í dag. Þetta var heimaleikur Tindastóls en liðið getur ekki spilað á Sauðárkróki þar sem völlurinn fór undir vatn og er gúmmípúðinn undir honum ónýtur.

Gestirnir byrjuðu leikinn mun betur en það voru hins vegar Tindastólskonur sem náðu forystunni. Það gerði Jordyn Rhodes þegar hún snéri af sér varnarmann inn á teignum og setti boltann í netið.

Þór/KA var ekki lengi að jafna metin. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði markið eftir sendingu frá Söndru Maríu Jessen. Hulda Ósk Jónsdóttir náði forystunni fyrir Þór/KA undir lok fyrri hálfleiks og aftur var það Sandra sem lagði upp markið.

Það reyndist vera sigurmarkið og verður Þór/KA því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á þriðjudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner