lau 18. maí 2024 14:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fer Gallagher í skiptum fyrir Duran?
Mynd: Getty Images
Conor Gallagher miðjumaður Chelsea hefur verið sterklega orðaður í burtu frá félaginu og gæti spilað sinn síðasta leik í bláu treyjunni á morgun þegar Chelsea fær Bournemouth í heimsókn í lokaumferðinni.

Hann er orðaður við Aston Villa í enskum fjölmiðlum í dag og er sagt frá því að Villa sé tilbúið að senda Jhon Duran í hina áttina.

Gallagher hefur skorað fimm mörk í 36 leikjum á tímabilinu og getur hjálpað Chelsea að tryggja sér sæti í Evrópu ef liðið tapar ekki gegn Bournemouth. Aston Villa hefur hins vegar tryggt sér sæti í Meistaradeildinni.

Chelsea hafði áhuga á Duran í janúar en hann hefur skorað átta mörk í 36 leikjum. Hann tryggði Villa stig gegn Liverpool þegar hann skoraði tvö mörk í 3-3 jafntefli í síðustu umferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner