Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 06. júní 2020 10:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 6. sæti
Stjörnunni er spáð 6. sætinu.
Stjörnunni er spáð 6. sætinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birta Guðlaugsdóttir markvörður Stjörnunnar.
Birta Guðlaugsdóttir markvörður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst 12. júní næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Stjarnan
7. Þór/KA
8. FH
9. ÍBV
10. Þróttur R.

6. Stjarnan

Lokastaða í fyrra: Stjarnan var um tíma í fallbaráttu í fyrra en liðið endaði tímabilið vel og niðurstaðan varð 5. sætið.

Þjálfarinn: Kristján Guðmundsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari Stjörnunnar. Gífurlegar reyndur þjálfari sem hefur meðal annars unnið bikarmeistaratitla með karlaliðum Keflavíkur og ÍBV á ferli sínum.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi Max-deild kvenna líkt og síðustu ár. Hér er álit hans á liði Stjörnunnar.

„Eins og með Þór/KA og ÍBV þá virkar hálf asnalegt að spá Stjörnunni svona neðarlega í deild þeirra bestu. Talsverðar breytingar hafa orðið hjá Stjörnunni undanfarin ár og leikmennirnir sem tóku þátt í gullaldartímabilinu eru flestir horfnir á braut. Ungir og efnilegir leikmenn eru í mótun undir styrkri stjórn Kristjáns Guðmundssonar og það verður að segjast að þær gætu heldur betur verið í verri höndum. Það hefur gustað um ganga félagsins í vetur og spurning hvort það hefur hvetjandi áhrif á liðið eða hreinlega bara neikvæð. Kristján á vafalaust eftir að mótivera liðið vel í mótið og nota umtalið til þess."

„Anna María Baldursdóttir þekkir vel að vinna enda tók hún þátt í titlasöfnun liðsins síðustu árin. Það verður drjúgt að hafa hana til að leiða liðið og fara fyrir yngri leikmönnunum. Hún verður algjör lykilleikmaður ásamt Shameeka Nikoda Fishley sem þekkir íslenska boltann þokkalega eftir að leikið með Sindra og ÍBV."

„Talandi um leikmenn sem þekkja boltann hér. Það er mikill styrkur í Betsy Hassett sem Stjarnan nældi sér í frá KR. Stjarnan hefur reyndar einnig verið ansi virk á íslenska félagaskiptamarkaðnum og spurning hvernig Kristjáni gengur að sjóða saman samkeppnishæft lið úr þessum leikmönnum sem renna saman við það sem fyrir var. Það er kannski vísbending um að Stjarnan sé að rísa að liðið lagði Íslandsmeistara Vals í Lengjubikarnum rétt fyrir Covid."


Gaman að fylgjast með: Ungur og efnilegur markvörður Stjörnunnar Birta Guðlaugsdóttir fer inn í annað tímabil sitt sem aðalmarkvörður. Það eru alvöru töggur í henni. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir eru ungar og efnilegar sem vert er að taka eftir.

Komnar
Betsy Hassett frá KR
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir frá ÍBV
Sædís Rún Heiðarsdóttir frá Víkingi Ó.

Farnar
Birta Georgsdóttir til FH
Diljá Ýr Zomers í Val
Jasmín Erla Ingadóttir til Limassol Ladies (Á láni)
Katrín Ásbjörnsdóttir í KR
María Eva Eyjólfsdóttir í Fylki

Fyrstu leikir Stjörnunnar
13. júní Þór/KA - Stjarnan
18. júní Stjarnan - FH
24. júní ÍBV - Stjarnan

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner