
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Hertha Berlin, birti færslu á Instagram Story í kvöld þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með sérfræðingana sem sátu í settinu hjá RÚV eftir 2-0 tap Íslands gegn Sviss á EM kvenna.
Þorsteinn H. Halldórsson er faðir Jóns Dags og hefur verið aðalþjálfari kvennalandsliðsins síðastliðin fjögur ár. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir störf sín við stjórnvölinn hjá landsliðinu og eru margir sem búast við að hann verði rekinn eftir að slakt gengi á EM.
Jón Dagur horfði á útsendingu RÚV frá leiknum og blöskruðu starfshættir fótboltasérfræðinganna sem tjáðu sig um leikinn í sjónvarpssettinu að leikslokum.
„Var regla þegar RÚV valdi í settið, að annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert?" skrifaði Jón Dagur í færslu sinni á Instagram.
Ólafur Kristjánsson var í settinu hjá RÚV ásamt Alberti Brynjari Ingasyni, Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og Helgu Margréti Höskuldsdóttur.
Athugasemdir