Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 06. ágúst 2024 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Atlético með endurbætt samningstilboð fyrir Álvarez
Mynd: EPA
Atlético Madrid er búið að ná samkomulagi við Englandsmeistara Manchester City um kaupverð fyrir Julián Álvarez.

Spænska stórveldið á einungis eftir að ná samkomulagi við leikmanninn sjálfan um samningsmál, sem hefur reynst erfitt hingað til.

Álvarez er með munnlegt samningstilboð frá Paris Saint-Germain og vonast til að Atlético geti jafnað það tilboð.

Talið er að Álvarez vilji fá um 10 milljónir evra í árslaun en nýjasta tilboð Atlético hljóðar upp á um 7,5 milljónir í laun.
Athugasemdir
banner
banner
banner