Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. september 2019 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-kvenna: Berglind Björg gerði eina markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK/Víkingur 0 - 1 Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('19)

Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði eina mark leiksins er Breiðablik skaut sér tímabundið upp á topp Pepsi Max-deildar kvenna með 0-1 sigri á HK/Víkingi í kvöld. Hún skoraði með skalla eftir frábæra aukaspyrnu frá Öglu Maríu Albertsdóttur.

Yfirburðir Blika voru algjörir en ekki tókst Kópavogsmærum að bæta marki við leikinn þrátt fyrir mörg færi.

Heimakonur reyndu að jafna en fengu aðeins nokkur hálffæri sem dugðu ekki til.

Breiðablik er einu stigi fyrir ofan Val, sem á leik til góða, í titilbaráttunni. Liðin mætast innbyrðis sunnudaginn 15. september í leik sem gæti orðið hreinn úrslitaleikur um Pepsi Max-titilinn.

HK/Víkingur er á botni deildarinnar með sjö stig eftir fimmtán umferðir. Liðið þarf helst að vinna alla síðustu þrjá leiki tímabilsins til að eiga von um að halda sér uppi, en næstu tveir leikir eru fallbaráttuslagir á útivelli gegn ÍBV og Keflavík.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner