Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. september 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U21 karla hefur leik á Víkingsvelli í dag
U21 árs liðið á æfingu í gær.
U21 árs liðið á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 árs landslið karla hefur í dag þáttöku sína í undankeppni fyrir EM2021 sem haldið verður í Ungverjalandi og Slóveníu.

Ísland er í riðli 1 í undankeppninni með Ítalíu, Írlandi, Svíþjóð, Armeníu og mótherjum dagsins í dag, Lúxemborg.

Íslenska liðið mætir liði Lúxemborg klukkan 17:00 á Víkingsvelli og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Allir sem hafa kost á eru þó hvattir til þess að mæta í Víkina til að styðja drengina áfram í verkefni í dagsins.

Einum leik er lokið í riðlinum því Írland lagði Lúxemborg, 3-0, þann 24. mars síðastliðinn.

Níu riðlar eru leiknir og komast topplið riðlanna beint á EM. Besta liðið í 2. sæti kemst einnig beint á EM og þá fara hin átta liðin í 2. sæti í umspil um hvaða fjögur komast alla leið á lokamótið.

Sjá einnig:
Lokahópur U21
Fimm skiptingar í leikjum U21

U21 - EM 2021
17:00 Ísland-Lúxemborg (Víkingsvöllur)
19:00 Írland-Armenía
Athugasemdir
banner
banner
banner