Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 06. október 2024 20:34
Sölvi Haraldsson
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Rúnar Páll fékk rautt spjald í Kórnum.
Rúnar Páll fékk rautt spjald í Kórnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 „Mér líður ekkert allt of vel með að Fylkir sé fallið. Við vorum svo nálægt því að halda okkur inni í þessu. Við erum ennþá sárari hérna í lokin að hafa fengið þetta mark á okkur undir blálokin. Það er bara eins og það er.“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-2 jafntefli við HK í dag. Fylkir féll niður í Lengjudeildina með þessum úrslitum.


Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

Rúnar var óánægður með að jöfnunarmark HK-inga kom meira en mínútu eftir uppgefinn uppbótartíma. Rúnar trylltist eftir leik og fékk rautt spjald.

Fjórði dómarinn segir þegar að þeir fá útspark að uppbótartíminn sé búinn. Síðan fer boltinn hérna áfram, út í innkast, einhver aukaspyrna hérna og síðan horn. Á þeim tíma sem fjórði dómarinn segir að tíminn sé búinn. Þetta fer í eina mínútu og 20 sekúndur í yfirtíma umfram það sem var. Ég bara skil ekki afhverju. Sorrý en ég bara næ því ekki. Það var ekki eins og við værum að tefja leikinn. Hann gaf engar vísbendingar til þess. Ég bara skil ekki yfirtímann á yfirtímanum. Ég var brjálaður yfir því, annars værum við ennþá í baráttu um að halda okkur uppi.“

 Hvernig var tilfinningin í hópnum og félaginu í gegnum sumarið og núna í lokin þegar fall var líklegasta niðurstaðan.

Við gerðum okkur grein fyrir stöðunni og við þurftum að vinna þessa þrjá leiki sem eftir voru. Við höfum talað um að það í sumar að missa þessi lið ekki of langt frá okkur. En við höfum ekki verið að safna stigum í þessari úrslitakeppni á meðan lið eins og Vestri eru búnir að gera feykilega vel og unnið þessa leiki. Það skilur á milli þessara liða. Við höfum ekki náð í þessi stig sem við höfum þurft til að vera í þessari deild, þar við situr.

Rúnar greindi frá því í viðtalinu að hann muni ekki halda áfram með Fylki eftir tímabilið. Hann er að fara í lágmarki tveggja leikja bann og það eru einungis tveir leikir eftir af deildinni þannig þetta var hans seinasti leikur með liðinu.

En hvað tekur við?

Það er ekkert í hendi þar. Nú segi ég þetta gott. Ég er búinn að vinna hérna í þrjú ár með frábæru fólki og frábærum leikmönnum, frábær klúbbur að mörgu leyti sem ég kveð með söknuði. Ég klára þessa viku með Fylki svo skilja bara leiðir.“

Rúnar segir að tíminn hans hjá Fylki hafi verið frábær og lærdómsríkur.

Þessi tími hefur verið mjög lærdómsríkur. Ég hef bara jákvætt um þennan tíma að segja að mörgu leyti. Auðvitað er margt sem maður hefði viljað gera betur en heilt yfir bara frábær tími hjá frábæru félagi.“ sagði Rúnar að lokum.

Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner