Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 06. október 2024 20:34
Sölvi Haraldsson
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Rúnar Páll fékk rautt spjald í Kórnum.
Rúnar Páll fékk rautt spjald í Kórnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 „Mér líður ekkert allt of vel með að Fylkir sé fallið. Við vorum svo nálægt því að halda okkur inni í þessu. Við erum ennþá sárari hérna í lokin að hafa fengið þetta mark á okkur undir blálokin. Það er bara eins og það er.“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-2 jafntefli við HK í dag. Fylkir féll niður í Lengjudeildina með þessum úrslitum.


Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

Rúnar var óánægður með að jöfnunarmark HK-inga kom meira en mínútu eftir uppgefinn uppbótartíma. Rúnar trylltist eftir leik og fékk rautt spjald.

Fjórði dómarinn segir þegar að þeir fá útspark að uppbótartíminn sé búinn. Síðan fer boltinn hérna áfram, út í innkast, einhver aukaspyrna hérna og síðan horn. Á þeim tíma sem fjórði dómarinn segir að tíminn sé búinn. Þetta fer í eina mínútu og 20 sekúndur í yfirtíma umfram það sem var. Ég bara skil ekki afhverju. Sorrý en ég bara næ því ekki. Það var ekki eins og við værum að tefja leikinn. Hann gaf engar vísbendingar til þess. Ég bara skil ekki yfirtímann á yfirtímanum. Ég var brjálaður yfir því, annars værum við ennþá í baráttu um að halda okkur uppi.“

 Hvernig var tilfinningin í hópnum og félaginu í gegnum sumarið og núna í lokin þegar fall var líklegasta niðurstaðan.

Við gerðum okkur grein fyrir stöðunni og við þurftum að vinna þessa þrjá leiki sem eftir voru. Við höfum talað um að það í sumar að missa þessi lið ekki of langt frá okkur. En við höfum ekki verið að safna stigum í þessari úrslitakeppni á meðan lið eins og Vestri eru búnir að gera feykilega vel og unnið þessa leiki. Það skilur á milli þessara liða. Við höfum ekki náð í þessi stig sem við höfum þurft til að vera í þessari deild, þar við situr.

Rúnar greindi frá því í viðtalinu að hann muni ekki halda áfram með Fylki eftir tímabilið. Hann er að fara í lágmarki tveggja leikja bann og það eru einungis tveir leikir eftir af deildinni þannig þetta var hans seinasti leikur með liðinu.

En hvað tekur við?

Það er ekkert í hendi þar. Nú segi ég þetta gott. Ég er búinn að vinna hérna í þrjú ár með frábæru fólki og frábærum leikmönnum, frábær klúbbur að mörgu leyti sem ég kveð með söknuði. Ég klára þessa viku með Fylki svo skilja bara leiðir.“

Rúnar segir að tíminn hans hjá Fylki hafi verið frábær og lærdómsríkur.

Þessi tími hefur verið mjög lærdómsríkur. Ég hef bara jákvætt um þennan tíma að segja að mörgu leyti. Auðvitað er margt sem maður hefði viljað gera betur en heilt yfir bara frábær tími hjá frábæru félagi.“ sagði Rúnar að lokum.

Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner