Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   sun 06. nóvember 2022 15:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Adam Árni í Þrótt Vogum (Staðfest)
Adam Árni í leik með Keflavík
Adam Árni í leik með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Adam Árni Róbertsson hefur fundið sér nýtt lið eftir að samningur hans við Keflavík rann út.


Adam hafði verið orðaður við Vestra en Þróttur Vogum hefur staðfest að hann muni leika með Þrótti í 2. deildinni næsta sumar.

Adam Árni Róbertsson er framherji sem skoraði fimm mörk í 21 leik í sumar. Hann var mikið í því að koma inn af bekknum og spilaði í heildina rúmlega 800 mínútur.

Þróttur féll úr Lengjudeildinni í sumar eftir að hafa unnið 2. deildina síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner