banner
   þri 07. janúar 2020 17:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Klopp rak tunguna út úr sér eins og ræfill"
Mynd: Getty Images
Mynd: Twitter
Antonio Mohamed, stjóri Monterrey í Mexíkó, hefur sakað knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp, um vanvirðingu.

Liverpool og Monterrey áttust við á HM félagsliða í síðasta mánuði og vann Liverpool leikinn 2-1 með sigurmarki Roberto Firmino í uppbótartíma. Liverpool vann mótið eftir sigur á Flamengo í úrslitaleiknum.

Klopp og Mohamed rifust á hliðarlínunni í leiknum vegna brots Joe Gomez. Mohamed vildi fá seinna gula spjaldið á Gomez fyrir brotið. Klopp pirraðist á þessu og gerði kaldhæðnislegt grín að beiðni þjálfarans.

„Það sem gerðist var að mér var sýnd vanvirðing," sagði Gomez við Enganche, en Goal.com stiklar á stóru orðunum. „Klopp var alltaf að biðja um gul spjöld því hann hélt því fram að við værum alltaf að brjóta á (Mohamed) Salah)."

„Svo þegar ég bað um gult spjald og brottvísun á einn af hans leikmönnum, þá rak hann tunguna út sér eins og ræfill (e. pussy)."

„Þegar ég sá hann, þá hló ég fyrst en svo varð ég reiður. Ég beit á agnið. Ég man ekki einu sinni hvað ég sagði við hann. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi blóta á ensku þá yrði ég ekki ég sjálfur."

Mohamed ákvað að hreita fúkyrðum til Klopp, en það kemur fram hvað hann sagði á Goal.com. Áhugasamir geta skoðað það þar.

„Ég varð brjálaður vegna þess að mér fannst eins og hann væri að reyna að vanvirða mig."
Athugasemdir
banner
banner