Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. júlí 2020 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrafnkell Freyr spáir í 4. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Hrafnkell Freyr Ágústsson.
Hrafnkell Freyr Ágústsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hörður Ingi Gunnarsson, bakvörður FH, var með tvo rétta þegar hann spáði í þriðju umferð Lengjudeildar karla. Hrafnkell Freyr Ágústsson, leikmaður Smára og sérfræðingur Dr. Football, spáir í 4. umferðina.

Fjórða umferðin hefst í dag en hún er sérstaklega áhugaverð og mikið af hörkuleikjum framundan.

Afturelding 2 - 0 Magni (18 í dag)
Eldingin vaknar í þessum leik eftir brösótta byrjun. Jason Daði verður með sýningu allan leikinn og skorar bæði mörkin. Hann mun sóla Magnamenn upp úr skónum í gríð og erg og klobba þá svona fimm sinnum.

Leiknir R. 1 - 0 ÍBV (18 í dag)
Minn maður Siggi Höskulds er líklega búin að liggja yfir þessum leik síðan á föstudagskvöldið og hefur lítið sofið yfir helgina, svona max 10-12 tíma. Mun leggja hann upp frábærlega og vinna taktískan sigur, Vuk skorar.

Víkingur Ó. 3 - 1 Fram (19:15 í kvöld)
Ólafsvíkur-Víkingar eru orðnir vel hungraðir í þrjú stig. Jón Páll verður í copa mundial með derhúfuna aftur á bak í þessum leik og mun spila sinn rokk og ról fótbolta. Gonzalo setur tvö og Harley Willard eitt, Alexander Þorláks er heitur og skorar fyrir Fram.

Þór 2 - 0 Vestri (18 á morgun)
Þegar þú mætir í Hamar er enginn afsláttur gefinn, það er bara þannig. Þórsarar vinna þennan leik frekar þægilega og skorar Alvaro annað markið og Þórsarinn, Ólafur Aron Pétursson, hitt úr aukaspyrnu af 25-30 metrunum. Hermann Helgi Rúnarsson og Þórsarinn, Bjarki Þór Viðarsson, verða með allt í teskeið í vörninni og skella í lás.

Grindavík 1 - 2 Keflavík (19:15 annað kvöld)
Úfffff, Þetta er leikur - Scott Ramsay/Paul McShane leikurinn. Ég spáði Keflvíkingum upp og verð þá að spá þeim sigri í þessum leik. Adam Ægir Pálsson setur tvö og Stefán Ingi Sigurðarson fyrir Grindvík, Þeir eru báðir mínir menn.

Leiknir F. 0 - 0 Þróttur R. (19:30 annað kvöld)
Ef það er einhver sem virðir punktinn og hreint lak út á landi er það Gunnar Guðmundsson, steindauður 0-0 leikur.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner