Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 07. ágúst 2024 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nico Williams mættur til æfinga: Áfram Athletic!
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn eftirsótti Nico Williams er mættur aftur til æfinga hjá uppeldisfélagi sínu Athletic Bilbao eftir sumarfrí.

Williams er algjör lykilmaður í liði Athletic og skein skært með spænska landsliðinu á EM í sumar. Hann vakti mikinn áhuga á sér en óljóst er hvort hann muni skipta um félag í sumar eða síðar á ferlinum.

Williams er 22 ára gamall og er fastamaður í byrjunarliði Athletic ásamt eldri bróður sínum Inaki Williams. Nico kom að 27 mörkum í 37 leikjum með Athletic á síðustu leiktíð og skein skærast í spænska bikarnum þar sem Athletic vann langþráðan titil.

„Ég er kominn aftur og hlakka mikið til næsta tímabils. Áfram Athletic!" sagði Nico Williams við endurkomuna á æfingasvæðið.

FC Barcelona og Paris Saint-Germain voru helst orðuð við Williams en stóru úrvalsdeildarfélögin eru einnig áhugasöm.


Athugasemdir
banner
banner
banner