Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   lau 07. október 2023 09:00
Arnar Laufdal Arnarsson
Antoni Loga líkt við hollenskan landsliðsmann
Efnilegur leikmaður
Efnilegur leikmaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 20 ára gamli Anton Logi Lúðvíksson hefur átt flott og mjög vaxandi tímabil með Breiðabliki í sumar.

Anton hefur byrjað 15 leiki fyrir Breiðablik í sumar þar sem hefur verið að leysa hinar ýmsu stöður en Anton sem er upprunarlega miðjumaður hefur verið að spila stöðu hægri bakvarðar upp á síðkastið og hefur einnig leyst stöðu miðvarðar í nokkrum leikjum.

X síðan (Twitter) Football Talent Scout gerir á hverjum degi ´Talent of the day´ og var fjallað um Anton í dag þar sem farið yfir eiginleika Antons inn á fótboltavellinum. Þess má geta að þessi X reikningur er með rétt yfir 270.000 fylgjendur.

Eiginleikar Antons að mati Football Talent Scout eru sendingar, gott auga fyrir spili, tækni, tæklingar og yfirvegun. Þeir sem hafa séð Anton spila í sumar geta líklega tekið undir þetta.

Einkunn er gefin fyrir hvern leikmann yfir hversu efnilegur hann er frá 1-10 og fékk Anton einkuninna 7/10 og var honum líkt við hollenska landsliðsmanninn Teun Koopmeiners en hann er alinn upp í AZ Alkmaar og leikur í dag fyrir Atalanta á Ítalíu í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner