Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. nóvember 2020 15:59
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pablo orðaður við Stjörnuna og Kennie við FH
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag flugu nokkrar leigubílasögur úr íslenska fótboltanum.

Meðal annars var rætt um nokkra leikmenn KR sem eru að renna út á samningi.

Finnur Orri Margeirsson er orðaður við endurkomu í Breiðablik eins og greint var frá á Fótbolta.net í vikunni.

Í þættinum kom einnig fram að sögusagnir væru í gangi um að Kennie Chopart gæti gengið í raðir FH og þá er Pablo Punyed orðaður við endurkomu í Stjörnuna.

Pablo, sem er þrítugur, varð Íslandsmeistari með Stjörnunni 2014.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali á dögunum að KR-ingar vonist til að halda öllum þessum leikmönnum í sínum röðum.

Sjá einnig:
Rúnar á ekki von á því að Óskar Örn sé á förum neitt

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan eða í hlaðvarpsveitum.
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur landsliðsins og íslenskar fréttir
Athugasemdir
banner
banner
banner