Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. febrúar 2023 18:43
Ívan Guðjón Baldursson
Sterkt byrjunarlið Real Madrid gegn Al Ahly
Mynd: Getty Images
Mynd: Real Madrid

Real Madrid mætir til leiks á HM félagsliða í kvöld þegar spænska stórveldið mætir egypsku risunum úr Al Ahly í undanúrslitum.


Carlo Ancelotti þjálfari hefur ákveðið að mæta til leiks með sitt sterkasta byrjunarlið. Það vantar nokkra lykilmenn á borð við Karim Benzema, Thibaut Courtois og Eder Militao í hópinn vegna meiðsla.

Vinicius Junior og Rodrygo Goes eru í fremstu víglínu Madrídinga í kvöld ásamt Federico Valverde en það er fátt sem kemur á óvart í byrjunarliðinu.

Eduardo Camavinga leysir hinn meidda Ferland Mendy af í vinstri bakverði á meðan 33 ára Nacho Fernandez er með fyrirliðabandið í hægri bakverði. Hann heldur bæði Alvaro Odriozola og Dani Carvajal á bekknum.

Sigurvegari kvöldsins mætir Al Hilal í úrslitum. Al Hilal er sterkt félag frá Sádí-Arabíu sem hafði óvænt betur gegn Flamengo í undanúrslitunum.

Real Madrid: Lunin, Fernandez, Rudiger, Alaba, Camavinga, Modric, Tchouameni, Kroos, Valverde, Vinicius Jr, Rodrygo
Varamenn: Asensio, Ceballos, Odriozola, Vallejo, Carvajal, Diaz, Martin, Lope, Canizares, Arribas


Athugasemdir
banner
banner