Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   fim 08. ágúst 2019 15:34
Arnar Daði Arnarsson
Jón Þór: Teljum að þetta sé sterkasti hópurinn okkar
Icelandair
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María er ekki í hópnum.
Sandra María er ekki í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Hönnudóttir kemst ekki í hópinn hjá Jóni.
Rakel Hönnudóttir kemst ekki í hópinn hjá Jóni.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti nú rétt í þessu hópinn sem mætir Ungverjalandi og Slóvakíu í fyrstu leikjunum í undankeppni EM. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli 29. ágúst og 2. september.

„Það er krefjandi að velja landsliðshóp og við höfum úr mörgum frábærum leikmönnum að velja úr og það eru virkilega góðir leikmenn sem eru utan hóps," sagði Jón Þór Hauksson í viðtali við Fótbolta.net.

„Það eru margir sem hafa verið að standa sig gríðarlega vel með okkur í þeim verkefnum sem af eru ári. Ég get nefnt Rakel Hönnudóttir og Sandra María Jessen dettur út frá því í verkefninu í Finnlandi, Guðbjörg Gunnars. er og verður ekki til taks hjá okkur á næstunni. Þetta eru allt reynslu miklir og frábærir leikmenn sem ég hefði gjarnan vilja hafa hér en þetta er það sem við höfum verið að stefna að, að spila marga leiki á þessu ári. Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir þessa leiki og þetta er niðurstaðan úr því," sagði Jón Þór.

„Þetta eru tveir leikmenn sem hafa verið óheppnir með meiðsli að undanförnu og Sandra María hefur verið mjög óheppin á þessu ári varðandi okkar verkefni. Hún meiðist illa á hné og komst ekki með okkur á Algarve og síðan fékk hún slæmt höfuðhögg í lok deildarinnar í Þýskalandi. Þannig hún gat ekki spilað eins mikið fyrir okkur og við vildum í Finnlandi. Hún rétt kom inná í restina í seinni leiknum. Hún hefur verið óheppin," sagði Jón Þór og segir að sömu sögu má segja um Rakel Hönnudóttir.

„Hún glímdi við meiðsli undir lok tímabils í Englandi og missir af Finnlandsverkefninu með okkur þar. Nú er hún komin af stað og nær vonandi hörku undirbúningstímabili með sínu nýja liði, Reading. Hún byrjar vonandi ensku deildina af krafti og við fylgjumst grannt með henni þar. Hún hefur staðið sig frábærlega með okkur á þessu ári en samkeppnin er hörð og út í Finnlandi tókum við nokkra unga leikmenn sem höfðu verið í verkefni með U-19 ára landsliðinu og höfðu ekki verið með okkur áður. Þær stóðu sig frábærlega og þetta er það sem við teljum vera sterkasti hópurinn okkar núna."

Viðtali við Jón Þór Hauksson má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner