Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 08. ágúst 2024 13:17
Elvar Geir Magnússon
Fiorentina að semja við De Gea - Albert virðist líka á leiðinni
Mynd: EPA
Ítalska félagið Fiorentina ku vera nálægt því að ná samkomulagi við spænska markvörðinn David de Gea.

Hann hefur ekkert spilað í heilt ár, eða síðan hann yfirgaf Manchester United, en er sagður kitla í puttana og ætla að demba sér aftur í slaginn.

Fótboltasérfræðingurinn Alfredo Pedullà segir að De Gea sé á barmi þess að skrifa undir í Flórens.

Þá er Fiorentina að fá Amir Richardson, 22 ára marokkóskan bakvörð frá Reims. Hann er nú að spila með Marokkó á Ólympíuleikunum.

Auk þess vill Fiorentina ná samkomulagi við Genoa um íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson. Viðræður eru í gangi milli félagana og segja ítalskir fjölmiðlar að þær séu á lokastigi.

Alberto Gilardino stjóri Genoa sagði það hreint út í dag að hann býst ekki við því að Albert spili með liðinu á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner