Steven Gerrard er á leið til London í kvöld til að hefja viðræður við Rangers um stjórastöðuna etir að Russell Martin var rekinn. Sky Sports greinir frá þessu.
Hann mun funda með eigendum félagsins næstu daga. Hann er ekki eini sem er á blaði hjá félaginu.
Hann mun funda með eigendum félagsins næstu daga. Hann er ekki eini sem er á blaði hjá félaginu.
Gerrard stýrði Rangers frá 2018-2021 og stýrði liðinu til sigurs í skosku deildinni á sínu síðasta tímabili. Hann tók síðan við Aston Villa og síðar Al-Ittihad í Sádi-Arabíu en hann átti erfitt uppdráttar hjá báðum félögum.
Hann sagði í viðtali hjá Rio Ferdinand, fyrrum liðsfélaga hans í enska landsliðinu, að hann hafi nýtt tímann eftir að hann yfirgaf Al-Ittihad í janúar að afla sér þekkingar og ræða við aðila sem gætu komið inn í nýtt teymi hjá honum.
Rangers er eitt stærsta félag Skotlands en það gekk illa undir stjórn Martin. Liðið situr í 8. sæti deildarinnar með 8 stig, ellefu stigum frá toppnum þegar sjö umferðir eru búnar.
Athugasemdir